Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2018 | 18:30

LET: Valdís Þóra T-4 e. 2. dag á SA Women´s Open í S-Afríku

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir er aldeilis frábær.

Viku eftir viku kemur hún sér meðal efstu 10 og bara tímaspursmál hvenær hún „tekur“ eitt mótið, þ.e. sigrar í því.

Á þessu móti, sem hún tekur þátt í núna, Investec SA Women´s Open í Westlake golfklúbbnum í S-Afríku, er hún búin að spila virkilega vel.

Eftir 2. dag er hún samtals á 1 undir pari, 143 höggum (74 69) og deilir 4. sætinu með Maha Haddoui frá Marokkó. (Sjá má eldri kynningu Golf 1 um Haddoui með því að SMELLA HÉR:)

Sú sem er í efsta sæti er Karolin Lampert frá Þýskalandi en hún er samtals búin að spila á 5 undir pari 139 höggum (70 69). Sjá eldri kynningu Golf 1 á Lampert með því að SMELLA HÉR: 

„Heimakonan“ Ashley Buhai er í 2. sæti á samtals 4 undir pari og Bonita Bredenhann er í því 3. á samtals 3 undir pari. Til þess að sjá eldri kynningu Golf 1 á Bredenhann SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Investec SA Women´s Open SMELLIÐ HÉR: 

Í aðalfréttaglugga: Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og LET. Mynd: ladieseuropeantour.com