Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2018 | 20:00

Guðrún Brá í sporum Eddie Pepperell!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili, hóf í dag leik í Patsy Hankins bikarnum.

Mótið stendur yfir dagana 8.-10. mars 2018 og fer fram í Qatar.

Spilað er á sama velli og Commercial Bank Qatar Masters mótið á Evróputúrnum fór fram á, Doha GC.

Þar átti sigurvegari mótsins, enski kylfingurinn Eddie Pepperell eftirminnilegan skolla á par-4 400 metra 12. holu vallarins.

Í aðalfréttaglugga má hins vegar sjá Guðrúnu Brá í sporum Eddie Pepperell!

Rifja má upp skollann sem Pepperell fékk með því að  SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Patsy Hankins bikarnum með því að SMELLA HÉR: