Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2018 | 10:00

LET: Valdís Þóra á +2 e. 1. dag Investec SA Women´s Open

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, tekur þessa dagana þátt í Investec SA Women´s Open.

Mótið fer fram í Westlake golfklúbbnum í S-Afríku, dagana 8.-10. mars 2018.

Á 1. keppnishring sínum lék Valdís Þóra á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-24, deilir 24. sætinu með a.m.k. 18 kylfingum, sem allar hafa lokið leik þegar þetta er ritað.

Á hringnum í dag fékk 4 fugla, 2 skolla og 2 tvöfalda skolla.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Investec SA Women´s Open SMELLIÐ HÉR: