Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn, Stefán og Bethany í 1. sæti í Kansas

Birgir Björn Magnússon, GK og Stefán Sigmundsson, GA og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Bethany Swedes voru gestgjafar í móti sem bar heitið Bethany College Spring Classic.

Mótið átti að fara fram dagana 5.-6. mars en var stytt í 1 dags mót vegna veðurs.

Það var haldið í Turkey Creek GC, í McPherson, Kansas.

Þátttakendur voru 75 frá 9 háskólum.

Birgir Björn lék á 8 yfir pari 78 höggum og hafnaði í 7. sæti. Stefán varð T-27 á 16 yfir pari, 86 höggum.

Birgir Björn er fyrstubekkingur í Bethany College og var einn fyrstubekkinga til þess að komast  í All Tournament Team – Farið er mjög lofsamlegum orðum um Birgi Björn á heimasíðu Bethany – sagt að hann hafi góða stjórn á boltanum í vindi og getið haldið honum niðri – en mjög vindasamt var í mótinu.  Komast má á vefsíðu Bethany með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna í Betahany College Spring Classic SMELLIÐ HÉR: 

Á mynd: Birgir Björn Magnússon, Stefán Sigmundsson og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Bethany – Birgir Björn  er 2. frá vinstri