Dagur Ebenezersson, GM. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2018 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Dagur og Catawba luku leik í 8. sæti á Rendleman Inv.

Dagur Ebenezerson og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Catawba Indians tóku þátt í Richard Rendleman Invitational.

Mótið fór fram dagana 5.-6. mars 2018 á 6,690-yarda, par-71 velli Country Club of Salisbury.

Þátttakendur voru 88 frá 11 háskólum.

Gestgjafar mótsins voru háskóli Dags, Catawba ásamt Lenoir Rhyne.

Dagur varð T-24, lék á samtals 11 yfir pari, 153 höggum (81-72) – en 72 í dag er einstaklega glæsilegt skor og það besta hjá Degi á ferli hans í bandaríska háskólagolfinu.

Þessa skors Dags er minnst á  heimasíðu Catawba og má lesa um það með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Catawba er 11. mars n.k.