Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2018 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og Kentucky luku leik í 11. sæti á UNF Collegiate

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og lið hennar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í UNF Collegiate háskóla-mótinu.

Mótið fór fram dagana 5.-6. mars 2018 í Jacksonville Golf and Country Club í Flórída.

Þátttakendur voru 93 frá 17 háskólum.

Ragnhildur varð T-35, þ.e. deildi 35. sætinu með 2 öðrum kylfingum – en hún lék á 11 yfir pari, 227 höggum (78 74 75).

Til þess að sjá lokastöðuna í UNF Collegiate SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Ragnhildar og EKU er Pinehurst Intercollegiate mótið sem hefst í N-Karólínu 11. mars n.k.