Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2018 | 08:00

Francesco Molinari ekki ánægður með tímaaðvörun – Gonzo hnýtir í hann

Það er aftur farið að reyna að stemma stigu við hægum leik á mótaröðum atvinnukylfinga.

Í hverjum mánuði birtast fréttir af einhverjum sem ekki er ánægður með aðvaranir vegna of mikils hægagangs í golfleik.

Sá nýjasti er Franceco Molinari. Hann spilar nú í heimsmótinu í Mexíkó og fékk tímaaðvörðun í fyrsta sinn í yfir 13 ár.

 

Hann hefur hingað til ekki verið talinn með hægari kylfingum á PGA, en holl hans hafði lent á eftir og þegar hann tók sér meira en 50 sekúndur til að slá, gaf dómarinn honum aðvörun.

Hann fór óánægður á Twitter eftir hringinn og hafði þetta að segja:

„Í dag fékk ég 2. tímaaðvörun á 13 ára ferli mínum! Ótrúlegt fyrir 62 sekúndur þegar maður hefir 50 sekúndur til að slá og síðan fá þeir sem taka 2 mínútur engar (viðvaranir).“

Það er samt engin ástæða til að áfrýja tímaaðvörðun dómarans. Reglurnar eru skýrar og ég tók of langan tíma. Vandamálið er þetta: Leikmenn breyta á dramatískan hátt rútínu  sinni þegar dómarinn er á klukkunni (Ég (Molinari) gerði það ekki vegna þess að mér fannst enginn þörf á því.“

Förum að taka tímann á kylfingum án viðvörunar og sjáum hvað gerist.“

 

Francesco fékk aðeins aðvörun. Ef hann verður vís að öðru svipuðu fær hann víti, en veiting vítis hefir ekkki gerst á túrnum frá því að fékk víti 1995.

Hljóti Francesco enn aðra aðvörun verður hann sektaður.

Það mætti segja að Francesco sé bara fullur sjálfsmeðaumkunar og ekki til fyrirmyndar að fara á Twitter með eitthvert væl – en honum finnst kerfið bara þurfa að breytast.

Það er ekki punkturinn (hæga spilið hans). Ég (Molinari) veit að ég tók of langan tíma. Það hefir skeð tvívegis á 14 árum. Ég hef verið á réttum tíma í fullt af skiptum milli þessara tveggja tímaaðvaranna. Hins vegar hef ég aldrei orðið vitni að því að hægur kylfingur hljóti ávítur (á túrnum).“

Hér er ekki hægt að útiloka þá staðreynd að Francesco Molinari sé með hægari kylfingum á túrnum.

Þó Francesco Molinari ekki hafi verið í fréttum fyrir hægan leik áður, þá telur félagi hans í atvinnugolfinu, Gonzalo Fernandez-Castaño, (oft nefndur Gonzo) hann hægan leikmann, sbr. tvít hans til Francesco:

Það var kominn tími á að þeir næðu þér. Þú spilar hægt. Það er ástæðan fyrir því að ég spila ekki með þér lengur. Það og vegna þess að ég er á  @WebDotComTour.”

Molinari tvítaði tilbaka: „Elska þig líka!“