5 íslenskir kylfingar hefja leik í dag á Opna spænska áhugamannamótinu í dag
Fimm íslenskir kylfingar hefja leik miðvikudaginn 28. febrúar á Opna spænska áhugamannamótinu. Í karlaflokki keppa Aron Snær Júlíusson úr GKG og Ragnar Már Garðarsson en leikið er á La Manga vellinum rétt við Murcia. Alls eru 120 keppendur og flestir af bestu áhugakylfingum heims mæta til leiks. Aron Snær er í 497 sæti heimslista áhugamanna og er í 54. sæti á styrkleikalista mótsins.

Ragnar Már Garðarsson, GKG. Mynd: Golf 1
Má þar nefna Matthew Jordan frá Englandi sem er í 18. sæti heimslista áhugakylfinga en hann er með +6 í forgjöf. Keppt var í fyrsta sinn á þessu móti árið 1911. Margir þekktir kylfingar hafa sigrað á þessu móti og má þar nefna José María Olazábal (1983 og 1984), Darren Clarke (1990), Sergio García (1998) og Gonzalo Fernández-Castaño (2003).
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili, Saga Traustadóttir úr GR og Berglind Björnsdóttir úr GR keppa á Montecastillo Barcelo vellinum. Keppendur eru um 120 og margir af bestu áhugakylfingum heims taka þátt. Þrír stigahæstu kylfingar mótsins á heimslista áhugakylfinga eru frá Svíþjóð en þær eru Frida Kinhult (+4,2) sem er í 11. sæti heimslista áhugakylfinga. Amanda Linnér (+4,6) er nr. 22 og Beatrice Wallin (+3,6) sem er í 27. sæti. Guðrún Brá er í 100. sæti heimslistans og er hún í 13. sæti á styrkleikalista mótsins.
Texti og mynd: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
