LET: Valdís Þóra tók bronsið í Bonville!!! – Stórglæsileg!!!
Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk keppni á Ladies Classic Bonville mótinu ein í 3. sæti.
Hversu stór og merkilegur sigur það er fyrir íslenskt golf fæst ekki fest í grein, sem þessa.
Valdís Þóra var í einu orði stórglæsileg!!!
Þegar leik var frestað í nótt vegna eldinga deildi Valdís Þóra 3. sætinu með 3 öðrum kylfingum: Danielu Holmqvist frá Svíþjóð (4. sæti), Holly Clyburn frá Englandi (5. sæti) og hinni dönsku Nönnu Coertz Madsen (5. sæti).
Þær voru þá allar á samtals 5 undir pari eftir 12 holur og því eftir að spila 6 holur.
Valdís Þóra átti frábæran endasprett fékk fugla á par-4 15. brautina og par-5 18. brautina.
Valdís Þóra lék því lokahringinn á 2 undir pari, 70 höggum; fékk í heildina 4 fugla og 2 skolla á lokahringnum.
Samtals lék Valdís Þóra á 7 undir pari, 281 höggi (69 70 72 70).
Sú sem sigraði í mótinu var hin franska Celine Boutier og átti hún í lokin aðeins 3 högg á Valdísi Þóru og munurinn á Valdísi og Katie Burnett, sem varð í 2. sæti var eins aðeins 2 högg. Kannski hefði átt að bæta einum hring við – þá hefði Valdís tekið þetta!!! Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Celine Boutier með því að SMELLA HÉR og eldri kynningu á Katie Burnett með því að SMELLA HÉR:
Sjá má lokastöðuna á Ladies Classic Bonville mótinu með því að SMELLA HÉR:
Í aðalfréttaglugga: Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
