Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2018 | 02:00

Evróputúrinn: Klikkaðasti skolli ársins?

Á 3. hring Commercial Bank Qatar Masters á 12. holu átti Eddie Pepperell e.t.v. klikkaðasta skolla ársins 2018!

Tólfta holan í Doha golfklúbbnum er u.þ.b. 400 metra par-4 hola og er flötin umlukin u.þ.b. 2 metra háum hlöðnum steinmúr.

Eftir 2 högg var bolti Eddie í dæld rétt fyrir framan flötina. Eddie reyndi að slá inn á flöt en boltinn endurkastaðist af steinunum og aftur í dældina. Í 2. innhöggstilraun sinni virðist boltinn hafa stoppað í háu grasinu, komst enn ekki yfir múrinn og kom tilbaka rétt við fætur Eddie – og þetta var í parhögginu hans.

Það leit út fyrir júmbó skor á þessari holu.

En það sem gerðist er dæmigert fyrir hversu ófyrirsjáanlega skemmtilegt og klikkað golfið getur stundum verið – það nægir bara ekki að skoða skorkort til að dæma hvert eftirminnilegasta skorið hafi verið.

Pepperell setti 3. innáhögg sitt fyrir skolla beint niður!!!!

Til þess að sjá skolla Pepperell SMELLIÐ HÉR: 

Og lærdómurinn sem draga má af þessu: Aldrei gefast upp í golfi – Sama hversu lélegt spilið eða höggin á undan eða bara allur hringurinn hefir verið – það gerist kannski allt í einu eitthvað frábært, undursamlega dásamlegt, nálægt kraftaverki, sem gerir allt erfiðið á undan þess virði!  Skolli Pepperell hér á undan er lítið dæmi þess og Pepperell efstur í mótinu ásamt Oliver Fisher þegar eftir er að spila 1 hring!!!