Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur hefur leik í dag í S-Karólínu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar Elon hefja leik í dag í bandaríska háskólagolfinu.

Gunnhildur tekur þátt í risastóru kvennagolfmóti Edwin Watts Kiawah Island Spring Classic, sem fram fer á Kiawah Island, Suður-Karólínu, dagana 25.-27. febrúar 2018.

Gestgjafi er University of Charleston.

Þátttakendur eru 218 frá 43 háskólum. Spilað er á 2 golfvöllum Kiawah Island Resort: Osprey Point og Oak Point völlunum.

Fylgjast má með gengi Gunnhildar á Kiawah Island með því að SMELLA HÉR: