Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2018 | 18:00

Hvert högg telur – Myndskeið

Flestir kylfingar kannast við sögnina „Hvert högg telur.“

Sama hvort það er 300 m dræv eða 1 cm pútt.

Bandaríski kylfingurinn Julían Suri komst að þessu á sársaukafullan máta á 2. degi Commercial Bank Qatar Masters… og náði í kjölfarið ekki niðurskurði í mótinu – munaði aðeins einu höggi!!!

Hann missti örstutt pútt … vegna kæruleysis, þess vegna er þetta líklega svo ergilegt … kannski hann ætti að taka sér landa sinn Kevin Na til fyrirmyndar (Sjá grein Golf 1 um hægagang Na við 90 cm pútt með því að SMELLA HÉR:)

En pútt Suri var virkilega örstutt – undir 30 cm – og Luke Hallinan, íþróttasálfræðingur,  gat ekki stillt sig um að tvíta myndskeiði af ólukkans pútti Suri – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Einn fimmaura: Skyldi Suri vera súr?

Í blálokin: Þetta er ástæða þess að kylfingar ættu allir að vanda hvert högg sitt – sérstaklega þau sem eru svo ódýr eins og pútt Suri.  Skorti vandvirknina geta afleiðingarnar verið dýrkeyptar, eins og þetta tilvik sýnir!