Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Fisher og Pepperell efstir e. 3. dag á Qatar Masters – Hápunktar

Það eru þeir Oliver Fisher og Eddie Pepperell frá Englandi sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring Qatar Masters.

Báðir hafa spilað á samtals 16 undir pari, 200 höggum; Pepperell (65 69 66) og Fisher (66 69 65).

Tveimur höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn Sean Crocker, einn í 3. sæti.

Til þess að sjá stöðuna á Qatar Masters að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: 

Mynd í aðalfréttaglugga: Eddie Pepperell frá Englandi annar forystumanna Commercial Bank Qatar Masters.