Rúnar Arnórsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2018 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota mæta liði Houston háskóla í holukeppni í dag

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota ferðast til Houston í Texas og keppa þar í dag við lið University of Houston í holukeppni.

Völlurinn sem spilað er á er í Augusta Pines golfklúbbnum í Houston og er par 72 og  7,041 yarda (6428 metra) langur.

Í viðtali við þjálfara Minnesota, sem birtist á heimasíðu háskólans, John Carlson sagði hann m.a. mótið vera undirbúning fyrir fyrstu höggleikskeppni Minnesota liðsins, sem er Tiger Invitational.

Það mót hefst 3. mars nk. og er spilað á Grand National vellinum í Opelika, Alabama.

Sjá má viðtalið við Carlson með því að SMELLA HÉR: