Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2018 | 07:00

LET: Valdís Þóra T-3 e. 3. dag í Bonville

Þetta er farið að verða býsna spennandi.

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk 3. hring sínum á Ladies Classic Bonville mótinu á sléttu pari.

Það skiptust á skin og skúrir í leik Valdísar; á 1.-8. holu var útlitið svart, komnir 2 skollar og ekkert virtist ganga, það hefir þurft karakter til þess að láta harkið ekki fara í pirrurnar á sér; hann sýndi Valdís Þóra og kom tilbaka með 3 fuglum í röð (á 9.-11. holu) og staðan allt í einu, allt önnur Valdís Þóra farin úr 2 yfir pari í 1 undir par á hringnum.

En hringurinn var ekki búinn; eftir var að spila 7 holur 12.-18. og þar gekk ekki eins vel á; 5 holur af þessum 7 lék Valdís á +2 (þ.e. fékk 2 skolla) sem henni tókst að taka aftur með fugli í lokin.

Úff, rússíbani fyrir þá sem fylgjast með og vilja Valdísi allt hið besta; fyrst virtist allt vera á niðurleið og það sveið að Valdís virtist vera að missa góðan árangur úr greipum sér; síðan ofurbjartsýni – vá, 3 fuglar í röð – og síðan hey, hvað er að ske 2 skollar og síðan allt jafnt í lokin með 1 fugli.

Vonandi tekur Valdís Þóra þetta bara í kvöld!!!

Líkurnar á því eru þó hverfandi því hún er á 5 undir pari, 211 höggum (69 70 72) og vermir 3. sætið ásamt 2 öðrum þeim Dani Holmqvist frá Svíþjóð og Olaviu Cowan frá Þýsklandi, en efst í 1. sæti er hin franska Celine Boutier, sem virðist búin að stinga allar hinar af á 11 undir pari (70 68 67). Í 2. sætinu er síðan Holly Clyburn, frá Englandi, á 6 undir pari.

Svona undir lokin mætti bæta við að Ólafía Þórunn er T-20, sem er kraftaverk og hækkun um 44 sæti, en hún sneri öllu við á 3. hring með glæsispilamennsku og 67 höggum; en samtals er Ólafía Þórunn á 1 yfir pari, 217 höggum (80 70 67).

Sjá má stöðuna að öðru leyti á Ladies Classic Bonville með því að SMELLA HÉR: