Justin Thomas: „Háværir áhangendur óásættanlegir!“
Justin Thomas lék fyrstu tvo hringina á Genesis Open í stjöruholli, ásamt þeim Tiger Woods og Rory McIlroy.
Hann var vægast sagt þreyttur á sirkusnum þ.e. mannfjöldanum sem fylgir Tiger hvert sem hann fer og hávaðanum sem honum fylgir.
„Já, það var frekar villt þessa fyrstu daga. Það var allt í lagi í smá stund í dag, en þarna í lokinni fór þetta svolítið úr böndunum, „sagði Thomas pirraður eftir 2. hring Genesis mótsins.
„Ég hugsa að þetta sé hluti af þeim (PGA mótunum) núna, því miður. Ég vildi að svo væri ekki. Ég vildi að fólki þætti ekki svona gaman að hrópa og allt það þegar við erum að reyna að slá og spila.“
Aðspurður af hverju Thomas haldi að fólk sé með læti á vellinum svaraði hann:
„Ég veit ekki – þeim finnst það e.t.v. bara fyndið. Þeim finnst það kannski fyndið og augljóslega hugsar fólk öðruvísi og ég gæti bara verið að gera of mikið úr öllu. En þegar fólk er farið að tímasetja þetta á rangan máta – og öskra í miðri sveiflu hjá okkur þá er það bara algerlega óásættanlegt.“
Tiger náði ekki niðurskurði (kannski ekki nema von) – er rétt að spila í 2. móti sínu eftir bakverkja fráverilsið frá golfinu og hávaðasömum áhangendum. Allt hlutir sem þarf að venjast aftur!
Justin Thomas hins vegar komst gegnum niðurskurð – er 4 höggum á eftir forystumanni Genis Open, Bubba Watson, fyrir lokahringinn og fróðlegt að vita hvort Thomas nær Bubba á lokasprettinum … eða nær a.m.k. að láta hann hafa fyrir hlutunum!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
