Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2018 | 05:45

LPGA: Valdís Þóra farin út á ISPS Handa mótinu – Fylgist með HÉR

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er farin út á ISPS Handa Women´s Australia Open mótinu, þ.e. hún fór út kl. 4:09 í nótt að íslenskum tíma.

Nú þegar þetta er ritað kl. 6 hefir Valdís Þóra spilað 11 holur á  1 undir pari  – er búin að fá 3 fugla og 1 skolla.

Glæsileg spilamennska þetta og vonandi að framhald verði á næstu 7 holurnar!

Valdís Þóra er núna T-30, þ.e. deilir 30. sætinu með öðrum, en margar eiga eftir að ljúka hringjum sínum – þó allar séu farnar út núna – þannig að sætistalan getur enn breyst.

Til þess að fylgjast með gengi Valdísar Þóra á ISPS Handa Women´s Australia Open mótinu SMELLIÐ HÉR: