Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 08:11

PGA: DJ og Hossler efstir í hálfleik AT&T Pebble Beach ProAm – Hápunktar 2. dags

Það eru nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) og nýliðinn, frá Kaliforníu „heimamaðurinn“ sem rétt slapp inn á PGA Tour, Beau Hossler sem eru efstir og jafnir í hálfleik á AT&T Pebble Beach ProAm.

Báðir hafa þeir spilað á samtals 12 undir pari, 131 höggi; DJ (67 64) og Hossler (65 67).

Þriðja sætinu deila þeir Julian Suri og Troy Merritt, tveimur höggum á eftir forystumönnunum þ.e. á 10 undir pari, hvor.

Sjá má kynningu Golf 1 á Hossler með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á AT&T Pebble Beach ProAm með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á AT&T Pebble Beach ProAm með því að SMELLA HÉR: