Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Pep Angles (21/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
Nú hafa verið kynntir þeir 3 sem deildu 15. sætinu og komust þannig inn á Evróputúrinn.
Í dag verður byrjað að kynna þá sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi.
Byrjað var á að kynna Laurie Canter og í dag er það Pep Angles.
Pep Angles fæddist 27. mars 1993 í Barcelona á Spáni og er því 24 ára.
Angles er 1.85 m á hæð og 74 kg.
Sem barn byrjaði Angles að keppa í Motocross en varð að hætta þar vegna meiðsla og leita sér að einhverju minna hættulegu. Í motocrossinu var Angles í 5 ár.
11 ára fór hann að slá golfbolta og æfa á par-3 vellinum, sem er nálægt heimili hans í Barcelona þ.e. Sant Andreu de Llavaneras.
Pep lék í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Central Arkansas – Sjá um afrek hans þar með því að SMELLA HÉR: Hann á m.a. metið í Central Arkansas hvað snertir lægsta hring, en hann var á 64.
Pep komst fyrst á Evróputúrinn í gegnum Áskorendamótaröðina 2016 þar sem hann varð í 14. sæti á stigalista Áskorendamótaraðar Evrópu, Road to Oman Rankings.
Áhugamál Pep eru hjólreiðar og golf.
Sem stendur er Pep nr. 477 á heimslistanum.
Sjá má myndskeið með sveiflu Pep með því að SMELLA HÉR:
Fræðast má nánar um Pep með því að skoða vefsíðu hans með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
