Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Pep Angles (21/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.

Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.

Nú hafa verið kynntir þeir 3 sem deildu 15. sætinu og komust þannig inn á Evróputúrinn.

Í dag verður byrjað að kynna þá sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi.

Byrjað var á að kynna Laurie Canter og í dag er það Pep Angles.

Pep Angles fæddist 27. mars 1993 í Barcelona á Spáni og er því 24 ára.

Angles er 1.85 m á hæð og 74 kg.

Sem barn byrjaði Angles að keppa í Motocross en varð að hætta þar vegna meiðsla og leita sér að einhverju minna hættulegu. Í motocrossinu var Angles í 5 ár.

11 ára fór hann að slá golfbolta og æfa á par-3 vellinum, sem er nálægt heimili hans í Barcelona þ.e. Sant Andreu de Llavaneras.

Pep lék í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Central Arkansas – Sjá um afrek hans þar með því að SMELLA HÉR:  Hann á m.a. metið í Central Arkansas hvað snertir lægsta hring, en hann var á 64.

Pep komst fyrst á Evróputúrinn í gegnum Áskorendamótaröðina 2016 þar sem hann varð í 14. sæti á stigalista Áskorendamótaraðar Evrópu, Road to Oman Rankings.

Áhugamál Pep eru hjólreiðar og golf.

Sem stendur er Pep nr. 477 á heimslistanum.

Sjá má myndskeið með sveiflu Pep með því að SMELLA HÉR: 

Fræðast má nánar um Pep með því að skoða vefsíðu hans með því að SMELLA HÉR: