Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 20:00

LPGA: Ólafía T-75 e. 1. dag á Bahamas

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir átti enga óskabyrjun á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu, sem er fyrsta mót 2018 keppnistímabilsins á LPGA.

Hún kláraði 1. hring á 4 yfir pari, 77 höggum.

Á hringnum fékk Ólafía Þórunn aðeins 2 fugla en 6 skolla.

Fresta varð keppni vegna myrkurs og því hafa ekki allar lokið 1. hring sínum – en þegar leik var hætt var Brooke Henderson frá Kanada í forystu á 5 undir pari, 68 höggum.

Sjá má stöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: