Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Jessy Tang (34/49)
Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.
Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.
Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.
Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur sem hlutu fullan spilarétt og kortið sitt á LPGA. Búið er að kynna Maríu Torres, sem varð svo sannarlega að berjast fyrir veru sinni á LPGA og hafði betur í bráðabana gegn tveimur öðrum og var ein í 20. sæti.
Búið er að kynna 3 af þeim 4 sem deildu 16. sætinu: Briönnu Do, Celine Herbin og Dani Holmqvist og í dag er það lokastúlkan af fjórmenningunum í 16. sæti: Jessy Tang.
Jessy Tang fæddist í Miami, Flórída 21. nóvember 1988 og er því 29 ára. Hún ólst hins vegar upp í Bankok, Thaílandi og talar 3 tungumál: ensku, tælensku og mandarín reiprennandi.
Jessy byrjaði að spila golf 10 ára.
Meðal áhugamála Tang eru lestur, allar íþróttir og listir.
Tang var nýliði á LPGA líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir 2017. Hins vegar var Tang bara með takmörkuð spilaréttindi því hún lauk keppni T-35 í lokaúrtökumóti LPGA 2016 og spilaði því aðeins í 8 mótum 2017.
Tang hefir aðallega keppt í 2. deildinni, Symetra Tour, frá árinu 2009, en hún gerðist atvinnumaður í golfi 2010.
Þegar Tang náði kortinu sínu á LPGA og langþráðum fullum spilaréttindum á LPGA fyrir 2018 keppnistímabilið sagði hún:
„Ég er fullkomlega ánægð. Eftir að hafa spilað á LPGA sl. keppnistímabil með takmörkuð spilaréttindi vissi ég að markmið mitt yrði alltaf að vera hér úti með fullan spilarétt og ég var svo ánægð að mér tókst það […].„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
