Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2018 | 08:00

Rory lofar Rayhan Thomas í hástert

Rory McIlroy átti ekki til næg orði til að lýsa hrifingu sinni á 18 ára gömlum indverskum golfsnillingi sem býr í Dubaí, Rayhan Thomas,  eftir að þeir tveir spiluðu æfingahring fyrir Omega Dubai Desert Classic, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Thomas, sem nýlega varð 18 ára, hefir verið veitt boð styrktaraðila til þess að taka þátt í mótinu, sem fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir.

Thomas er reyndar 35 árum yngri en aðrir sem boðið var að taka þátt í mótinu þ.e. Miguel Angel Jimenez og Colin Montgomerie, sem báðir hafa sigrað í mótinu hér áður fyrr.

Nr. 20 á heimslista áhugamanna og nr. 1 áhugamaður í Sameinuðu arabísku furstadæunum Thomas var greinilega í skýjunum yfir að fá að spila með Rory, sem sigrað hefir Desert Classic mótinu tvívegis.

Þetta var sérstakt,“ sagði Thomas í grein sem birtist í The National (dagblaði sem gefið er út í Dubai).

 

Hann (Rory) er góður gæi og ég hef litið upp til hans í langan tíma þannig að fá að spila 9 holur með honum var frábært.“

Ég snæddi með honum fyrir 8 árum þegar ég var svo heppin að vera valinn einn af krökkunum sem fengu að hitta hann. Þannig að það er alltaf ansi sérstakt að hitta hann aftur.“

Og Rory virtist ekki minna hrifinn. „Rayhan hefir tekið svo miklum framförum,“ sagði hann. „Ég hef þekkt hann (Rayhan) frá því hann var 13 eða 14 og allir voru að tala um hann þá. Að sjá hvaða framförum hann hefir tekið: hann er frábær leikmaður, gerir allt rétt, æfir mikið og hefir réttu innstillinguna gagnvart því.

Spennandi að sjá hvernig Rayhan Thomas kemur til með að plumma sig á Desert Classic, sem hefst á morgun og þetta er nafn sem vert er að leggja á minnið – og í framtíðinni … munið hvar þið lásuð fyrst um Rayhan!