LPGA: Darquea og Hurst spila á Bahamas
Fyrsta mót LPGA hefst nú á fimmtudaginn n.k. 25. janúar og stendur til 28. janúar 2018.
Þetta er Pure-Silk Bahamas LPGA Classic, fyrsta mótið á LPGA sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir spilaði í fyrir ári síðan og komst í gegnum niðurskurð öllum til mikillar gleði!
Það eru ekki allar jafn góðar og Ólafía Þórunn að vera með kortið sitt á LPGA og fullan keppnisrétt og þær stúlkur verða að keppa í úrtökumótum (svoköllum Monday Qualifier á ensku) eða treysta á boð styrktaraðila til þess að taka þátt í mótum.
Fyrsti Monday Qualifier (verður hér eftir nefnt mánudagsúrtökumót) fór fram fyrir viku og komust tvær stúlkur, sem Golf 1 hefir nýlega kynnt inn í mótið á Bahamas.
Þetta eru þær Vicky Hurst frá Bandaríkjunum og Daníela Darquea frá Ekvador, en Daníela er sú fyrsta frá Ekvador á LPGA.
Sjá má kynningu Golf 1 um Vicky Hurst með því að SMELLA HÉR og kynninguna um Daníelu Darquea með því að SMELLA HÉR:
Darquea og Hurst voru 9. og 10. varamenn inn í mótið og því var mánudagsúrtökumótið eina tækifæri þeirra inn í mótið og það gekk upp!!!
Hurst hefir verið meira og minna á LPGA frá nýliðaári sínu 2009, en hún hefir strögglað upp á síðakastið. Hún átti engan topp-30 árangur í þeim 20 mótum sem hún tók þátt í 2017 og það hafði áhrif á stöðu hennar á LPGA mótaröðinni – svo mikið að hún varð að fara aftur í lokaúrtökumót LPGA, þar sem hún ávann sér aðeins takmarkaðan spilarétt og verður að treysta annaðhvort á góða frammistöðu sína í mánudagsúrtökumótunum eða boð styrktaraðila.
Í fyrsta mánudagsúrtökumóti LPGA 2018 tóku þátt 30 stúlkur.
Vicky Hurst varð í 1. sæti á 65 höggum í mánudagsúrtökumótinu og er örugglega með á Bahamas.
Daníela komst einnig í mótið. Þessa viðkunnalega stúlka frá Ekvador, sem nam 3 ár við University of Miami og spilaði með liði Miami í bandaríska háskólagolfinu var á 67 höggum í mánudagsúrtökumótinu.
Þrjár voru einu höggi á eftir þ.e. Samantha Troyanovich (Sjá kynningu Golf 1 á Samönthu með því að SMELLA HÉR: ) Christina Yang og Madeleine Sheils (Sjá kynningu Golf 1 á Madeleine með því að SMELLA HÉR:)
Þetta er 2. LPGA mót Darquea, sem chippaði fyrir erni á lokaholunni til þess að ná 2. sætinu í mánudagsúrtökumótinu og tryggja þar með sæti á Bahamas Pure Silk mótinu.
„Ég skemmti mér vel á vellinum í dag,“ sagði Darquea í viðtali við LPGA.com. „Púttin hjálpuðu mér að ná lágu skori. Ég er mjög spennt að vera að spila í mótinu (á Bahamas).„
Darquea spilaði næstum alfarið á Symetra Tour 2017, þar sem hún varð í 12. sæti á peningalistnaum. Líkt og kemur fram í kynningu Golf 1 á henni munaði engu að Darquea næði kortinu sínu á LPGA í 1. atrennu en varð að lúta í lægra haldi í bráðabana 3 stúlkna um síðasta (20. sætið) á lokaúrtökumóti LPGA. Aðeins 20 efstu í lokaúrtökumótinu hlutu kortið sitt og þar með fullan spilarétt á LPGA.
Sú sem hlýtur boð styrktaraðila að þessu sinni á Bahamas Pure Silk mótið er Mariah Stackhouse, sem er að hefja 2. tímabil sitt á LPGA, líkt og Ólafía Þórunn. Hún varð nr. 114 á peningalista LPGA og er því aðeins með takmarkaðan spilarétt nú. Sjá má kynningu Golf 1 á Mariuh með því að SMELLA HÉR:
Fylgist með umfjöllun Golf 1 um Ólafía Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur og Bahamas Pure Silk mótið sem hefst nú á fimmtudaginn!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
