L
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2018 | 05:00

Hvað sagði Jon Rahm að loknum sigri á CareerBuilder Challenge? – Bestu högg bráðabanans

Jon Rahm frá Spáni sigraði á CareerBuilder Challenge mótinu á PGA Tour eftir að hafa haft betur í 4 holu bráðabana við Andrew Landry.

Um sigur sinn hafði Rahm eftirfarandi að segja:

Þetta er ótrúleg tilfinning. Ég var með góða tilfinningu fyrir deginum í dag (gær)  og að spila eins og ég gerði og gefa sjálfum mér tækifæri … það er erfitt að útskýra hvaða þýðingu þetta hefur nú í augnablikinu.

Um það hvaða þýðingu það hefði fyrir hann að verða nr. 2 á heimslistanum sagði Rahm síðan:

Það er erfitt að trúa því hreinskilningslega sagt að ég sé að fara fram úr Jordan Spieth þ.e. þreföldum risamótsmeistara. Ég meina, ég er bara með tvo sigra og hann er með tíu plús, ekki satt? Ég hef sagt það mörgum sinnum, ég hélt aldrei að ég myndi vera á þessum punkti í lífi mínu nú.

Sjá má myndskeið með viðtali við Rahm fyrir CareerBuilder mótið með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má myndskeið með bestu höggum 4 holu bráðabana Rahm og Landry með því að SMELLA HÉR: