Lexi Thompson Lexi skrifar undir samning við Bridgestone
Sífellt fleiri auglýsingasamningar hrúgast upp hjá Lexi Thompson.
Hún er nú þegar einn af þeim íþróttamönnum sem er „markaðssetjanlegastur“ á LPGA og nú er Bridgestone nýjast fjöðurin í hatti Lexi.
Nú í vikunni skrifuðu Lexi og Bridgestone undir auglýsingasamning til margra ára þar sem Lexi skuldbindur sig til þess að spila með Bridgestone boltum.
Lexi hefir verið að spila með Bridgestone boltum þ.e. Bridgestone B330-S boltanum síðustu tvö tímabil.
Lexi hefir sigrað 3 sinnum og hefir 18 sinnum orðið meðal efstu 10 á sl. 2 árum og sigraði í Race to the CME Globe á síðasta ári.
Lexi mun skipta yfir í nýja Bridgestone Tour X B boltann 2018.
„Ég hef notað Bridgestone um árabil og nýi TOUR B boltinn er skelfilega góður,” sagði Lexi Thompson m.a.. „Hann veitir mér gríðarlega lengd af teig án þess að ég þurfi að fórna nokkru í performansinum kringum flatirnar. Það sem meira er, mér finnst ég örugg að hitta hvaða högg sem aðstæður kalla á.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
