Evróputúrinn: Fleetwood kylfingur ársins
Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood var kjörinn kylfingur ársins af samkylfingum sínum á Evróputúrnum í dag.
Heiðurstitillinn „kylfingur ársins“ hefir hlotið nafnið „Seve Ballesteros verðlaunin.“
Þetta hefir verið eitt besta ár í ferli Fleetwood, en hann hóf 2017 á því að sigra á Abu Dhabi HSBC Championship, en þetta var 2. sigur hans á Evróputúrnum.
Hann fylgdi sigrinum eftir með því að landa 2. sætinu í tveimur mótum: WGC-Mexico Championship og Shenzhen International.
Síðan sigraði Fleetwood á HNA Open de France í júli og varð í 4. sæti á Opna bandaríska.
Jafnframt skrifaði Fleetwood sig í golfsögubækurnar þegar hann setti vallarmet á Carnoustie (63 högg) á Alfred Dunhill Links Championship.
Á árinu (2017) náði Fleetwood líka í fyrsta sinn á topp 20 á heimslistanum (í fyrsta sinn á ferli sínum) og hann var með 10 topp-10 árangra í mótum sem varð til þess að hann varð stigameistari Evrópumótaraðarinnar 2017.
Eftir að ljóst var að Fleetwood væri kylfingur ársins 2017 á Evróputúrnum sagði hann:
„Að vinna Seve Ballesteros verðlaunin hefir í reynd ollið mér mesta tilfinningarótinu af öllu sem ég hef unnið. Það eru leikmenn sem velja handhafa verðlaunanna og það eru svo margir aðrir náungar þegar ég kom, sem ég leit upp til og maður horfir á fólk á æfingasvæðinu og reynir að læra af þeim.“
„Ég hef eignast marga vini og mér finst frábært að fólk hafi valið mig sem leikmann ársins. Þetta er allt öðruvísi en allt sem ég hef afrekað áður. Það er mikið skjall og maður verður auðmjúkur.“
Aðrir sem hlotið hafa skjöldinn, sem fylgir Seve Ballesteros verðlaununum eru: Padraig Harrington (2008), Lee Westwood (2009), Martin Kaymer (2010), Rory McIlroy (2011, 2014 and 2015), Luke Donald (2012) og Henrik Stenson (2013, 2016).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
