Nýju strákarnir á PGA 2018: Nicholas Lindheim (48/50)
Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.
Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.
Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.
Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann hefir þegar verið kynntur, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.
Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.
Sá sem var í 6. sæti og komst inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er bandaríski kylfingurinn Nicholas Lindheim en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $183,020.
Nicholas K. Lindheim fæddist 9. nóvember 1984 í Mission Viejo, Kaliforníu.
Hann er 1,83 m á hæð og 77 kg.
Lindheim er kvæntur Gracie Heim og á eitt barn Shyla Emerson – Þau búa á Satellite Beach, Flórida.
Lindheim gerðist atvinnumaður í golfi árið 2005 og spilaði á mörgum minni mótaröðum snemma á ferli sínum, þ.á.m. Florida Professional Golf Tour. Fyrsti sigur hans sem atvinnumanns kom árið 2010 í Pelican Bay. Hann vann 5 önnur mót á þeirri mótaröð.
Árið 2014 spilaði Lindheim á Web.com Tour og PGA Tour Latinoamérica. Þegar á fyrsta keppnistímabili Web.com Tour, var hann með tvo topp-10 árangra. Árið 2014, spilaði Lindheim líka í fyrsta risamóti sínu, en fyrir því vann hann með því að vera á 7 undir pari í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska. Hann spilaði síðan í risamótinu, náði niðurskurði og varð T-56.
Í október 2014 náði Lindheim fyrsta sigur sínum á PGA Tour Latinoamérica, móti sem veitti stig til heimslista; þ.e. Arturo Calle Colombian Classic.
Lindheim varð í 51. sætinu á peningalistanum 2015 og í 39. sæti á Finals.listanum; en það var samt ekki nóg fyrir kort á PGA Tour.
Árið 2016 sigraði hann í fyrsta sinn á Web.com Tour á the Utah Championship.Með þessum sigri varð hann á topp 25 og vann kortið sitt fyrir 2016-2017 keppnistímabilið. Hann átti nýliðaár vonbrigða lék hann á Web.com Finals þar sem hann varð í 197. sæti á FedEx Cup stigalistanum. Hann endurheimti síðan kortið sitt á PGA Tour með því að sigra á DAP Championship.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
