Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Dori Carter (24/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.

Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.

Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.

Nú verða kynntar þær 7 stúlkur, sem deildu 23. sætinu. Alison Walshe, Leticia Ras-Anderica frá Þýskalandi og Nannette Hill hafa þegar verið kynntar og í dag er það Dori Carter.

Dori Carter.

Dori Carter fæddist 3. febrúar 1987 og er því 29 ára. Hún er frá Valdosta í Georgíuríki í Bandaríkjunum.

Dori byrjaði að spila golf 8 ára. Hún segir foreldra sína vera þá aðila, sem haft hafa mest áhrif á golfferil hennar. Meðal áhugamála Dori er að spila á gítar, fylgjast með háskólaíþróttunum í Bandaríkjunum og horfa á kvikmyndir.

Sem áhugamaður tók Dori þátt í U.S. Women’s Open Championship risamótinu árið 2005 og árið 2009 var hún sigurvegari á USGA State Team Championship. Hún spilaði golf með golfliði University of Mississippi, þar var Carter tvívegis All-SEC First-Team selection (2008, 2009), Golfweek All-American árið 2009 og NCAA All-American, árið 2008.

Árið 2012 gerðist Dori Carter atvinnumaður í golfi. Hún komst strax á Symetra Tour þar sem hún vann Pennsylvania Classic 2010. Hún komst síðan seinna það ár strax á LPGA í fyrstu tilraun. Keppnistímabilið 2011 var henni þó ekki gott á LPGA, besti árangur hennar þar var T-47 árangur á Avnet LPGA Classic. Með þátttöku sinni í Q-school heldur Dori kortinu sínu eitt keppnistímabil enn.

Til þess að komast á heimasíðu Dori SMELLIÐ HÉR: