Vonn vonar að Tiger hafi náð sér og fari aftur að sigra í mótum
Fyrir keppnina í Vetrarólympíuleikunum 2018 í S-Kóreu, sem hefjast 9. febrúar nk. talaði fyrrum kærasta Tiger Woods, Lindsey Vonn við Tim Layden, fréttamann Sports Illustrated (skammst. SI) um „örin á 33 ára gömlum líkama hennar. Á hjarta hennar. Á sálu hennar. Á egói hennar,“ þ.á.m. einnig sambandið við Tiger Woods.
Vonn sagði þannig í viðtali við SI aðspurð hvort það væri góð hugmynd að vera í sambandi með svona frægum og alræmdum manni (sem Tiger var/er). Hún sagði:
„Ég meina… ég var ástfangin. Ég elskaði hann og við erum enn vinir. Stundum vildi ég að hann hefði hlustað aðeins meir á mig … en hannn er mjög þrjóskur og hann fer eiginn leiðir. Ég vona að hann hafi náð sér og að „comeback-ið“ vari. Ég vona að hann fari aftur að sigra í mótum.“
Vonn og Woods áttu í sambandi í meira en tvö ár og hættu saman 2015. Á síðasta ári sagði Vonn í viðtali að það að slíta sambandinu hefði verið erfitt en þau hefðu gert það í góðu.
Tiger mun næst spila í Farmers Insurance Open á Torrey Pines, en mótið hefst 25. janúar n.k.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
