7 ára með holu í höggi!
Ef þið hafið reynt að slá draumahöggið en mistekist og hafið verið að spila golf árum eða áratugum saman þá er e.t.v. gott að fletta yfir þessa frétt.
Hann Freddy litli Sage 7 ára fór nefnilega holu í höggi nú rétt fyrir jól.
Hann náði draumahöggi allra kylfinga á par-3 6. holu Knebworth golfvallarins í Hertfordshire, Englandi.
Nýlega hafði holan verið stytt einmitt með yngri kylfinga í huga í 100 yarda (þ.e. 96 metra).
Það sem er sérstakt við þennan ás er að Freddy hafði aðeins verið í golfi í 12 vikur þ.e. 3 mánuði!!!
„Ég var að aðstoða annað barn og leit upp og sá höggið. Þetta var fallegt högg. Það klifraði upp í loftið, bouncaði síðan einu sinni eða tvisvar og fór síðan beint í holu,“ sagði Ian Parker þjálfari Freddy við Welwyn Hatfield Times.
„Þetta var ekki ein af þessum tilviljunum,“ sagði Gary Parker yfirgolfkennari. „Hann sló af teig og þetta var alvörugolfhögg.“
Kannski að Freddy Sage sé nafn sem vert sé að leggja á minnið – stráksi virðist eiga golfframa fyrir sér!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
