Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Martina Edberg (13/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.

Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.

Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.

Nú verða kynntar þær 13 stúlkur, sem deildu 32. sætinu og hlutu takmarkaðan spilarétt og í dag verður Martina Edberg  kynnt, en sjö fyrstu af stúlkunum 13, Alexandra Newell og Lori Beth Adams frá Bandaríkjunum, Wichanee Meechai  og Pannarat Thanapoolboonyaras frá Thaílandi, Dottie Ardina frá Filippseyjum, kanadíska stúlkan Maude Aimee Leblanc og Camilla Lennarth frá Svíþjóð hafa þegar verið kynntar.

Martina Edberg fæddist 29. maí. Hún er frænka Pelle Edberg, sem spilar á Áskorendamótaröð Evrópu en foreldrar Martinu heita Jonas og Julia. Martina á eina systur Madeleine.

Martina spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Cal State 2013-2016 og má sjá afrek hennar þar með því að SMELLA HÉR: