Tiger í fínu formi í Mexíkó
Hópur gesta og íbúa í Diamante í Cabo San Lucas í Mexíkó varði klukkutíma sl. helgi í að horfa á Tiger Woods slá óaðfinnanleg og flott högg af miklum krafti í golfvinnubúðum, sem hann stóð fyrir.
Umhverfið var jafn óaðfinnanlegt, útsýni á Kyrrahafið í sólskini og blíðu á nýjum 12 holu golfvelli Tiger, The Oasis.
Þetta var sýning á þeirri ótrúlegu stjórn, sem hann hefir á boltanum.
Og það sýndi einnig eitt af lyndiseinkennum hans; hann tekur sjálfan sig ekkert of hátíðlegan.
Fyrir einhvern, sem hefir gengið í gegnum það sem hann hefir gengið í gegnum – síendurtekin meiðsl; fall í almenningsáliti , handtaka vegna meints ölvunaraksturs og meðferðarprógram til að kenna meðferð á verkjalyfjum; þá var mjög velkomið að sjá húmorinn, formið og hugsunina, sem hann sýndi í Mexíkó um helgina.
Tiger verður 42 hinn 30. desember n.k. og hann er sér þess meðvitaður að það eru margir yngri orðnir högglengri eða a.m.k. farnir að slá eins langt og hann.
En ef Tiger skyldi vilja snúa sér að einhverju öðru er meira vandinn fyrir hann hvað hann vill gera heldur að finna eitthvað að gera.
Hann er þegar farinn að hanna og opna golfvelli og vera með golfvinnubúðir fyrir þá sem njóta að horfa á hann.
Tiger var í fínu formi í Mexíkó.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
