GK: Guðbjörg Erna nýkjörinn formaður
Aðalfundur Keilis fór fram í fyrrakvöld að viðstöddum um 50 manns. Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir var kjörinn nýr formaður klúbbsins. Er þetta í annað skiptið í 50 ára sögu klúbbsins sem kona er kjörinn formaður. Enn það eru 40 ár síðan Inga Magnúsdóttir sinnti formennsku í Keili.
Einnig þurfti að kjósa um þrjá nýja stjórnarmenn í stjórn Keilis og voru fjórir í framboði. Þeir sem hlutu kosningu í stjórn Keilis voru Bjarni Þór Gunnlaugsson, Daði Janusson og Már Sveinbjörnsson. Eru þeir allir kjörnir til tveggja ára. Sjá nánar um stjórnarkjör með því að SMELLA HÉR:
Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk bærilega á árinu 2017. Mikil umsvif framkvæmda á velli og klúbbhúsi settu mark sitt á starfssemina. Aukin umsvif vegna Íslandsmótsins í golfi sem haldið var á Hvaleyrarvelli s.l. sumar settu einnig mark sitt á uppgjör félagsins.
Tekjur á árinu 2017 voru 217,8 mkr. samanborið við 208,1 mkr. árinu áður. Gjöld á árinu voru 199,9 mkr. samanborið við 185,7 mkr. á árinu 2016. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 17,9 mkr. sem er lækkun um 4,5 mkr. frá árinu áður.
Niðurstaða ársins er lítilsháttar hagnaður eða 0,4 mkr. samanborið við 4,3 mkr. á árinu 2016. Hér erum við einnig að sjá lækkun sem að miklu leiti helgast af meiri fjármagnskostnaði á árinu, sem má rekja til aukinna framkvæmda og svo einnig vegna lélegrar innheimtu á félagsgjöldum. Tæplega 10% félaga eru að jafnaði ekki í skilum með félagsgjöld sem gerir að verkum að fjármögnum starfsseminar gerist í gegnum lánsfé með vöxtum og kostnaði.
Sjá má árskýrslu og reikninga félagsins fyrir árið 2017 með því að SMELLA HÉR:
Texti: GK
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
