LET: Valdís Þóra á +3 e. 1. dag í Dubaí
Valdís Þóra Jónsdóttir hóf leik í morgun í Dubai á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar. Alls eru 108 keppendur og margir þeirra eru í harðri baráttu um að tryggja sér keppnisrétt á næsta tímbili. Valdís Þóra lék á 75 höggum eða +3 og er hún í 82. sæti.
Hún hóf leik á 10. teig og fékk fugl á 1. holu dagsins en hún fékk síðan tvo skolla í röð á 5. og 6. braut (14., 15.) Hún tapaði tveimur höggum á 12. (3.) og vann eitt til baka á 16. með öðrum fugli dagsins. Íslandsmeistarinn 2017 tapaði síðan höggi á 17. og endaði á +3 eins og áður segir.
Sjá má stöðuna á Omega Dubai Ladies Classic með því að SMELLA HÉR:
Valdís Þóra er örugg með sæti á mótaröðinni á næsta tímabili en hún er í 50. sæti á styrkleikalistanum en til þess að halda keppnisréttinum þurfa keppendur að vera á meðal 80 efstu í lok tímabilsins.
Þetta er 9. LET Evrópumótið á þessu tímabili hjá Valdísi. Besti árangur hennar var á síðasta móti í Kína þar sem hún endaði í þriðja sæti – en það er besti árangur hjá íslenskum kylfing á einni af stóru mótaröðunum í atvinnugolfinu.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
