Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Tom Lovelady (37/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann hefir þegar verið kynntur, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.

Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.

Sá sem var í 14. sæti og komst inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er bandaríski kylfingurinn Tom Lovelady en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $58,000.

Tom Lovelady fæddist 23. júlí 1993 og er því 24 ára. Það var pabbi Tom Lovelady, Tim, sem byrjaði að kenna honum golf aðeins 3 ára ungum.  Tom missti heittelskaðan föður sinn (62 ára), árið 2015 og sama ár missti hann ömmu sína og vegna þeirra tveggja er hann með 2 trúarkort (holy cards) í pokanum til að minnast þeirra.

Tom útskrifaðist frá Mountain Brook High School og spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu með lið University of Alabama, þaðan sem hann útskrifaðist í fyrra, 2016, með gráðu í markaðsfræðum.

Meðal félaga hans í háskólagolfinu voru atvinnumennirnir í golfi Trey Mullinax og Justin Thomas, sem hann býr hjá í Jupiter, Florida.

Útskriftarár sitt (2016) þ.e. í fyrra, gerðist Tom Lovelady atvinnumaður í golfi.

Meðal áhugamála Lovelady er vatnasport og að verja tíma með vinum sínum og eins bandarískur fótbolti (fylgist með Alabama liðunum).

Hann hefir starfað með JDRF (Juvenile Diabetes Research Foundation), þar sem frændi hans var með sykursýki.

Lovelady er 1,78 m á hæð og 88 kg.

Hann hefir verið á Web.com Tour frá árinu 2017 og spilar á næsta ári á 2018.  Lovelady er svo sannarlega einn af nýju strákunum á PGA Tour 2018!!!