Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2017 | 06:45

Cameron Davis sigraði á Opna ástralska

Það var heimamaðurinn Cameron Davis, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna ástralska (ens. Emirates Australian Open).

Davis lék á samtals 11 undir pari, 273 höggum (63 72 74 64).

Það var einkum glæsilegur lokahringurinn upp á 64 högg, sem tryggði Davis sigurinn.

Jason Day hafnaði í 5. sæti á samtals 8 undir pari og Jordan Spieth, sem átti titil að verja varð í 8. sæti á samtals 6 undir pari.

Mótið fór fram í The Australian Golf Club Rosebery, í Sydney, New South Wales, Ástralíu.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna ástralska SMELLIÐ HÉR: