Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2017 | 08:00

Day byrjar vel – Spieth strögglar á Opna ástralska

Í nótt var spilaður 1. hringurinn á 102. Emirates Australian Open, sem skartar nokkrum af skærustu stjörnum golfsins; Jordan Spieth sem á titil að verja og fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Jason Day.

Mótið fer fram í The Australian Golf Club Rosebery, í Sydney, New South Wales, Ástralíu.

Day átti frábæran hring og endurkomu eftir erfið bakmeiðsl en hann er aðeins 3 höggum á eftir forystumanninum og heimamanninum Cameron Davis, en Davis kom í hús á 8 undir pari, 63 höggum.

Jason Day lék á 5 undir pari, 66 höggum og er T-3 þ.e. jafn 2 öðrum kylfingum, í 3. sæti eftir 1. dag.

Jordan Spieth lék hins vegar á 1 undir pari, 70 höggum og er sem stendur T-29.

Til þess að sjá stöðuna á Opna ástralska SMELLIÐ HÉR: