Haukur Örn President of the Icelandic Golf Union – Haukur Örn translates to Hawk Eagle
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2017 | 18:00

Forseti GSÍ Haukur Örn Birgisson verðandi Forseti Golfsambands Evrópu

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, var nú um helgina kjörinn forseti Golfsambands Evrópu (EGA)  á aðalfundi samtakanna í Lausanne í Sviss.

Forseti Golfsambands Evrópu er kjörinn með 2 ára fyrirvara, þannig að nú gegnir Haukur Örn embætti „verðandi forseta“ eða „president elect“.

Hann mun gegna því embætti næstu 2 árin og tekur svo við forsetaembættinu 2019-2021.

Haukur Örn sagði kjörið mikinn heiður fyrir sig og viðurkenningu fyrir íslenskt golf, en árið í ár hefði verið það besta í golfsögu Íslands.

Haukur Örn hefir setið í mótanefnd EGA 2010-2014 og verið í framkvæmdastjórn EGA frá árinu 2015.

Golf 1 óskar Hauki Erni velfarnaðar í embætti verðandi og síðan sem forseta EGA!