Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2017 | 22:00

LPGA: Ólafía Þórunn lauk keppni T-59 á lokamóti LPGA

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék 4. og síðasta hringinn á CME Group Tour meistaramótinu, sem er lokamót LPGA mótaraðarinnar.

Ólafía Þórunn lék lokahringinn á parinu, 72 höggum; fékk 3 fugla 12 pör og 3 skolla.

Heildarskor Ólafíu Þórunnar í mótinu var 4 yfir pari, 292 högg (70 – 74 – 76 – 72).

Fyrir 59. sætið hlaut Ólafía Þórunn tékka upp á $6,039.00 (u.þ.b. 622.000 íslenskar krónur).

Sigurvegarinn í mótinu var hin thaílenska Ariya Jutanugarn og sigurtékki hennar var upp á $ 500.000, sem er með því hærra sem gerist í kvennagolfi eða 51,5 milljón íslenskra króna.

Sigurskor Jutanugarn var upp á 15 undir pari, 273 högg (68 – 71 – 67 – 67).

Til þess að sjá lokastöðuna í  CME Group Tour meistaramótinu í heild SMELLIÐ HÉR: