LET: Valdís Þóra landaði 3. sætinu á Sanya Open – besti árangur íslensks kylfings á LET!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi náði besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð á sterkustu mótaröð Evrópu hjá atvinnukonum í golfi. Valdís Þóra endaði í þriðja sæti á Sanya mótinu á LET Evrópumótaröðinni. Mótið fór fram í Kína og er næst síðasta mótið hjá Valdísi á keppnistímabilinu.
Valdís lék frábært golf á fyrstu tveimur hringjunum en hún lék lokahringinn á pari og endaði í þriðja sæti á -7 samtals (68-69-72). Valdís var einu höggi á eftir Celine Boutier frá Frakklandi fyrir lokahringinn. Boutier sigraði á -12 samtals og Solar Lee frá Suður-Kóreu varð önnur á -8.
Með árangri sínum náði Valdís Þóra að tryggja sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Hún er í 50. sæti á stigalistanum en 80 efstu í lok keppnistímabilsins halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð Evrópu.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
