Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2017 | 10:00

Japanska PGA: Koepka í forystu á Dunlop Phoenix Tournament

Brooks Koepka hefir aukið forystu sína á Dunlop Phoenix Tournament, en hann var með frábæran hring upp á 7 undir pari, 64 höggum á 3. hring.

Koepka er nú með 4 högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn sem spilaður verður í nótt.

Koepka var með 8 fugla, 9 pör og 1 skolla í Phoenix Country Club í Miyazaki og er samtals á 16 undir pari 197 höggum.

Hann á eins og segir 4 högg á Lee Sang-hee, frá S-Kóreu, sem var  á 66 höggum, sem dugði í 2. sætið.

Í 3. sæti er nýliðinn eftirminnilegi frá því í fyrra, Xander Schauffele, sem var með 4 fugla og 1 skolla og var á 67 höggum á 3. rhing og er nú  á samtals 11 undir pari.

Sjá má stöðuna á Dunlop Phoenix Tournament með því að SMELLA HÉR: