Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2017 | 09:00

LET: Valdís Þóra í 2. sæti e. 2. dag á Sanya Ladies Open!!! Glæsileg!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur s.s. allir vita þátt í Sanya Ladies Open, sem er mót á LET, sem haldið er í Yalong Bay golfklúbbnum í Kína.

Á 2. hring lék Valdís Þóra á 3 undir pari, 69 höggum; fékk 7 fugla, 7 pör og 4 skolla.

Valdís Þóra er í 2. sæti; 1 höggi á eftir frönsku stúlkunni Celine Boutier (sjá má eldri kynningu Golf 1 á Boutier með því að SMELLA HÉR)

Samtals hefir Valdís Þóra spilað á 7 undir pari, 137 höggum (68 69), sem er frábær árangur!!!

Spennandi lokahringur framundan í nótt!!!

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: