Guðrún Brá og Berglind
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2017 | 15:00

Úrtökumót f. LET: Guðrún Brá í 3. sæti e. glæsilegan 2. hring upp á 68 högg – Berglind T-34

Þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR taka þátt í Lalla Aicha Tour School þ.e. úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET).

Eftir 2. dag úrtökumótsins, sem fram fer á Palmgolf golfstaðnum í Marokkó er Guðrún Brá í 3. sæti af 48 keppendum,  sem er stórglæsilegur árangur!!!; Efst 27 fá að spila í lokaúrtökumóti LET.

Guðrún Brá hefir spilað á samtals 3 undir pari, 141 höggi (73 68).

Berglind hefir spilað á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (78 77) og er sem stendur T-34, þ.e. jöfn 4 öðrum keppendum í 34. sæti.  Hún þarf eins og staðan er nú að bæta sig um 4 högg til þess að lenda meðal efstu 27, sem halda á næsta stig.

Sjá má stöðuna á úrtökumótinu Lalla Aicha Tour School með því að SMELLA HÉR: