Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2017 | 20:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Birgir Leifur úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina

Hann lék 4. hring lokaúrtökumótsins á pari vallar en það dugði skammt; hann náði ekki niðurskurði.

Par-hringir Birgis voru bestu hringir hans í lokaúrtökumótinu.

Samtals lék Birgir Leifur á 5 yfir pari, 291 höggi (73 72 74 72) en niðurskurður var miðaður við skor upp á 2 undir pari eða betra.

Sjá má stöðuna í lokaúrtökumótinu í Lumine með því að SMELLA HÉR: