Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2017 | 18:00

Augusta National tekur við umsóknum nú

Ertu að leita að möguleika á að vera hluti af Masters mótinu og vinna sér inn peninga á sama tíma?

Augusta National Golf Club tekur nú við umsóknum í fjölbreytt störf fyrir 2018 Masters mótið, sem haldið verður 5.-8. apríl 2018.

Um er að ræða störf við veitingu sérleyfa (ens. concessions), matreiðslu, á salerni, við móttöku gesta og í sölubásum.

Samkvæmt auglýsingu á jobs.augusta.com er nú hægt að skila umsóknum á https://angcjobs.com til 20. nóvember. Þeir umsækjendur sem þykja hæfastir verða boðnir til viðtals í desember nk. Þeir sem verða ráðnir fá tilkynningu um það í tölvupósti.

Umsækjendur verða að vera að minnsta kosti 16 fyrir 1. apríl 2018 og verða að uppfylla allar kröfur um atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Umsækjendur eiga einnig að vera færir um að vinna 10 til 12 klukkustunda vaktir frá laugardeginum 31. mars til sunnudags 8. apríl.