Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2017 | 07:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Íslensku strákarnir 3 náðu allir ekki á lokastigið

Þrír íslenskir kylfingar, Aron Snær Júlíusson, GKG; Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR; reyndu fyrir sér í 2. stigs úrtökumótum fyrir Evróputúrinn.

Enginn þeirra komst á lokastigið en aðeins 21 efstu á El Saler og 22 efstu á Desert Springs og þeir sem jafnir eru í þeim sætum á 2. stigs úrtökumótunum fá að spila á lokaúrtökumótinu.

Haraldur Franklín lék á Desert Springs úrtökumótinu og var lokaskor hans samtals upp á 6 undir pari, 282 högg (70 71 70 71). Hann varð jafn öðrum kylfingi í 32. sæti (T-32) og því aðeins 10 sætum og 2 ergilegum höggum frá því að komast á lokastigið.

Sjá má lokastöðuna í Desert Springs úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:

Axel lék á samtals 10 yfir pari, 298 höggum  ( 75 71 74 78) og lauk leik T-52 –  Aron Snær lék á 19 yfir pari, 307 höggum (75 76 76 80) og hafnaði í 69. sæti.

Sjá má lokastöðuna á El Saler þar sem Aron Snær og Axel háðu keppni með því að SMELLA HÉR: