Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Chad Collins (29/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann var kynntur í gær, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.

Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.

Sá sem var næstnæstneðstur eða í 22. sæti og rétt slapp inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er Chad Collins frá Bandaríkjunum en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $44,348.

Chad Collins fæddist í Indianapolis, Indiana 20. september 1978 og er því 39 ára.

Collins er 1,75 m á hæð.

Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Methodist University, þaðan sem hann útskrifaðist 2001 með gráðu í viðskiptafræði.

Sama ár (2001) gerðist hann atvinnumaður í golfi.

Chad Collins hefir verið á Web.com Tour frá árinu 2005 og á 2 sigra þar í beltinu:

2005 Henrico County Open Pres’d by Saxon Capital, Inc., og …..
2009 Miccosukee Championship

Ýmsir fróðleiksmolar um Chad Collins:

Collins finnst gaman að vera í bogaskytteríi og á fiskeiðum.
Collins býr á bóndabýlí í Cloverdale, Indiana sem er með u.þ.b. 2000 íbúa.

Collins er einhleypur.
Hann segir föður sinn vera hetju sína.
Ef Collins væri ekk kylfingur væri hann bóndi

Meðal tómstundaáhugamála Chad Collins er að tjalda, vera á veiðum, fara í ræktina og stunda.