Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2017 | 01:00

PGA: Spaun efstur á Shriners Open – Hápunktar 2. dags

Það er bandaríski kylfingurinn J.J .Spaun sem er efstur eftir 2. keppnisdag móts vikunnar á PGA Tour, mót sem þekkt er fyrir sitt langa nafn Shriners Hospital for Children Open (hér stytt í Shriners Open).

J.J. Spaun hefir spilað á 11 undir pari, 131 höggi (66 65).

Hinn 27 ára Spaun er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour og hann verður þar að auki ekki kynntur sem einn af nýju strákunum á PGA Tour ,þó hann svo sannarlega sé það, en fyrsta árið hans á PGA Tour er einmitt 2017, en þangað komst hann á undanþágu vegna góðrar frammistöðu (97. sætisins á FedEx Cup stigalistanum.)

Öðrum hring var reyndar frestað vegna myrkurs og í 2. sæti er Kelly Kraft á 8 undir pari, og með 3 holur óspilaðar – og gæti hann því mögulega jafnað og hugsanlega, þó það sé fjarlægt náð toppsætinu af Spaun.

Til þess að sjá stöðuna á Shriners Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Shriners Open SMELLIÐ HÉR: