Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2017 | 22:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Aron og Axel á +3 e. 1. dag á El Saler

Aron Snær Júlíusson, GKG, og Axel Bóasson, GK taka þátt í 2. stigs úrtökumóti fyrir Evróputúrinn á El Saler á Spáni.

Þeir léku 1. hring í dag og komu báðir í hús á sama skori 3 yfir pari; Aron Snær fékk 2 fugla, 2 skolla og 1 tvöfaldan skolla en Axel 4 fugla, 3 skolla og 1 fjórfaldan skolla, snjókerlingu á lokaholunni, sem er óvanalegt að sjá á skorkorti hjá Axel!

Báðir eru þeir Aron Snær og Axel T-47 þ.e. jafnir 9 öðrum í 47. sæti.

Í efsta sæti eftir 1. dag er Enlendingurinn Steven Tiley á 6 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á El Saler SMELLIÐ HÉR: