Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Tom Hoge (28/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann var kynntur í gær, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.

Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.

Sá sem var næstnæstneðstur eða í 23. sæti og rétt slapp inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er Tom Hoge frá Bandaríkjunum en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $44,048.

Tom Hoge fæddist í Statesville, Norður-Karólínu, 25. maí 1989 og er því 28 ára. Foreldrar hans eru Rhonda og Chuck Hoge.

Tom Hoge er 1,85 m á hæð og 79 kg.

Hoge lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Texas Christian University, þaðan sem hann útskrifaðist 2011, sem endurskoðandi og með gráðu í fjármálafræði.

Hoge gerðist atvinnumaður í golfi strax að lokinni útskrift úr háskóla þ.e. 2011. Það ár (2011) vann Hoge The Players Cup, sem er mót á kanadíska PGA Tour. Mesta afrek Hoge í golfinu til þessa er einmitt að vinna þetta mót í Kanada, en sigurinn veitti honum m.a. færi á að spila í RBC Canadian Open mótinu, á PGA Tour.

Hoge hefir spilað á Web.com Tour frá árinu 2011 og á PGA Tour frá árinu 2015.

Ýmisir fróðleiksmolar um Hoge:

Hann ferðast aldrei án tölvunnar sinnar.

Uppáhaldslið Hoge eru Texas Christian og síðan North Carolina í körfuboltanum.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur Hoge er Modern Family.“

Uppáhaldsskemmtikraftur Hoge er Rob Baird.

Uppáhaldsmatur Hoge er ís.

Hoge finnst gaman að fylgjast með íþróttamanninum Peyton Manning.

Twitter addressa Tom Hoger er: @hogegolf

Meðal golfsnakks í pokanum eru Nature Valley stangir.

Meðal þess sem Hoge á eftir að gera og er á stefnuskránni í framtíðinni er að klæðast græna jakkanum.

Fræðast má nánar um Hoge á vefsíðu hans, sem komast má inn á með því að SMELLA HÉR: